Hjálpaðu okkur að vaxa, þroskast og stækka / Help us to go grow further!

Styrktu starfið / Donate
Fræðasetur skáta rekur Skátasafnið á Úlfljótsvatni. Félagið er opið öllum og markmið þess eru að:
1. Vera vettvangur fyrir umræðu, fræðslu og starfsemi hvers konar sem snýr að sögu skátastarfs og hlutverk þess og áhrif á íslenskt samfélag í gegnum tíðina.
2. Vera vettvangur fyrir umræðu, fræðslu og starfsemi hvers konar sem snýr að íslensku skátastarfi í alþjóðlegu samhengi.
3. Varðveita sögu skátastarfs á Íslandi með því að safna, flokka, skrá og eftir atvikum að sýna skátamuni og -minjar úr íslensku skátastarfi.
