Kvikmynd Alex Ross Perry, PAVEMENTS, víkur sér fimlega hjá einföldum flokkunum, rétt eins og hljómsveitin Pavement sem er kveikjan að myndinni. Hún er að hluta rokkheimildarmynd, að hluta til söngleikur og að hluta til háðsleg ævisaga – sem hverfist um hina goðsagnakenndu indie hljómsveit Pavement á tíunda áratugnum.

Dagana 12.–13. september mun Edinborgarhúsið á Ísafirði standa fyrir sérstakri PAVEMENTS-helgi, þar sem Bob Nastanovich úr Pavement verður sérstakur gestur og deilir sögum og svarar spurningum um myndina og hljómsveitina.

Dagskráinni verður ýtt úr vör með indie pöbbkvissi og partíi í Edinborgarhúsinu á föstudeginum. Kvikmyndin verður svo sýnd í besta bíói landsins, Ísafjarðarbíói, á laugardeginum kl. 16:00. Á laugardagskvöldið stígur svo hljómsveitin Reykjavík! á stokk ásamt gestum í Edinborgarhúsinu. Kvöldinu lýkur svo með DJ-setti með Bob Nastanovich.

Föstudagur 12. september
• Pöbkviss
• Eftirpartí

Laugardagur 13. september
• Síðdegissýning á PAVEMENTS
• Q&A með Bob Nastanovich strax á eftir
• Kvöldtónleikar með Reykjavík! og sérstökum gestum
• DJ-sett með Bob Nastanovich til að loka kvöldinu

Taktu vini þína með, merktu dagana í dagatalið og misstu ekki af tækifærinu til að hanga með Bob, horfa á PAVEMENTS og skemmta þér með okkur á Ísafirði.

Powered by Glaze
Nettengingin þín er hæg. Þú gætir upplifað einhverja leynd.