Image

Stórasta kokteilahátið Íslands, Stykkishólmur Cocktail Weekend verður að Stykkishólmur Cocktail Week í fyrsta skiptið 2025!

Þessi “stórasta” kokteilahátíð landsins fer fram dagana 16. júní til 22. júní. Við erum að tala um einstaka upplifun á einum fallegasta stað Íslands. Hátíð sem sameinar Hólmara, gesti og fagfólk.

📍 Allar upplýsingar varðandi hátíðina birtast á þessari síðu.

Hátíðin er haldin af veitingahúsum og börum Stykkishólms ásamt Barþjónaklúbbi Íslands og Mekka Wines & Spirits.

Á meðan hátíðinni stendur verða sér útbúnir SCW kokteilaseðlar í boði á stöðunum sem taka þátt. Staðirnir munu einnig bjóða upp á fjölda viðburða tengda hátíðinni sem eru öllum opnir. Finndu þinn uppáhalds kokteil!

Stærsti viðburður hátíðarinnar fer fram á sunnudeginum 22. júní þar sem leitin af besta kokteilnum í hólminum hefst! Einnig fer fram einstaklingskeppnin ,,Stykkihólmur Cocktail Week Open'' - Hanastél í Hólminum þar sem sigurvegarinn hlýtur eftirsóttan titil - Meistari Meistarana í Hólminum! 🏆

Hlökkum til að sjá ykkur!

Powered by Glaze