ÁFRAM ALDREI!
Jú, það er rétt! Það er engin miðasala og hefur aldrei verið á Aldrei fór ég suður. Fjölmargt fólk velviljað hátíðinni hefur bent á að þau myndu vilja kaupa miða - gagngert til þess að styrkja hátíðina.
Þess vegna er hér kominn Aldrei-stuðpassinn sem þó tryggir engan aðgang en opnar á ýmis fríðindi auk þess sem þú hjálpar okkur að halda hátíðinni lifandi og ókeypis. Og svo er hún í beinni í sjónvarpinu 😀
Þú getur bætt Stuðpassanum í veskið (wallet) í símanum þínum, sýnt svo starfsfólki okkar í varnings- og veitingasölu og þegið sérstök vinakjör.
Áfram Aldrei!