Image

Stærsta kokteilahátíð Íslands, Reykjavík Cocktail Weekend verður að Reykjavík Cocktail Week í fyrsta skiptið 2025! Hátíðin verður haldin 31. mars til 6. apríl!

Allar upplýsingarnar varðandi hátíðina birtast á þessari síðu.

Barþjónaklúbbur Íslands stendur fyrir þessari árlegu uppskeru hátíð kokteilsins á Íslandi í samstarfi við alla helstu vínbirgja, veitingahús og bari Reykjavíkur.

Á meðan á hátíðinni stendur verða sérstakir Reykjavík Cocktail Week kokteila seðlar í boði á stöðunum sem taka þátt og verða þeir drykkir á sérstöku tilboðasverðum. Staðirnir munu bjóða uppá fjölda viðburða tengda hátíðinni sem eru öllum opnir.

Stærsti viðburður hátíðarinner, Reykjavík Cocktail Week Expo fer fram á miðvikudaginn 2. apríl í Hörpu! Þar fer fram Íslandsmeistaramót barþjóna þar sem leitin af besta barþjón landsins hefst, ásamt vörukynningum allra helstu vínbirgja landsins.

Powered by Glaze