Image

Goslokahlaupið verður haldið í þriðja sinn laugardaginn 5.júlí. Búið er að gera breytingar á leiðinni til að einfalda aðkomu að rássvæði. Hlaupið verður ræst klukkan 13 og hefst við gatnamót Fellavegar og Eldfellsvegar. Farið er norður Eldfellsveg, beygt til vinstri inn á Skansveg, niður á Skans og endað við Bæjarbryggju. Hlaupaleiðin er 2 km. og er frí þátttaka.

Mælt er með því að mæta í hvítum bol, því keppendur fara í gegnum fimm litastöðvar á leiðinni!