Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda verður haldin um hvítasunnuhelgina á Patreksfirði dagana 6. - 9. júní 2025.
Hvítasunnan nálgast og þá er boðið til heimildamyndaveislu á Patreksfirði! Gæðastundir í Skjaldborgarbíói, skrúðganga, plokkfiskveisla, limbókeppni og vornóttin á Patreksfirði móta lykilviðburð fyrir heimildamyndahöfunda og áhugafólk um heimildamyndir á Íslandi.
Skjaldborg er kraftmikil uppskeruhátíð heimildamyndahöfunda og eina íslenska kvikmyndahátíðin sem sérhæfir sig í að frumsýna íslenskar heimildamyndir. Reynsluboltar í faginu, byrjendur og hinn almenni áhorfandi koma saman á hátíðinni í skemmtilegu og skapandi samtali sem gegnir mikilvægu hlutverki fyrir þróun og miðlun íslenskrar heimildamyndagerðar.
Ókeypis er inn á allar heimildamyndirnar sem sýndar eru í Skjaldborgbíói sem staðsett er í hjarta bæjarins.
Dagskrá má finna hér: https://skjaldborg.is
Hátíðarpassi veitir aðgang að
- allri dagskrá hátíðarinnar
- sjávarréttaveislu á sunnudagskvöldinu (kostar sér 4000kr)
- plokkfiskboði kvenfélagsins á laugardagskvöldinu (kostar sér 3000kr)
- partýi og bingói á laugardagskvöldinu (aðeins fyrir handhafa passa)
- lokaballi, verðlaunaafhendingu og limbókeppni hátíðarinnar (kostar sér 3500 kr)
- sundlauginni alla helgina (hver miði 1290kr)
- tjaldstæðinu alla helgina (kostar 3888kr fyrir 3 nætur)
Þessu vill engin missa af!